Einn með allar tölur réttar

Einn var með allar tölur réttar í lottóinu í kvöld og fær hann því rúmlega 65,8 milljónir krónur í sinn hlut. Vinningsmiðinn var keyptur í Söluturninum Iðufelli í Reykjavík.12 voru með fjórar tölur réttar auk bónustölu og fær hver þeirra rúmlega 81 þúsund krónur. Lottótölur kvöldsins eru: 6, 12, 13, 15 og 34. Bónustalan er 7. Jókertölurnar voru 2 - 8 - 6 - 1 - 5.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka