Mikill erill var hjá lögreglunni á Stykkishólmi í nótt og fangageymslur fullar frá miðnætti að sögn lögreglunnar. Danskir dagar eru haldnir hátíðlegir í bænum um helgina, og hafa allt að 3000 manns lagt leið sína í Hólminn til þess að taka þátt í hátíðarhöldum.
Að sögn lögreglu var mikið um ölvun í bænum og slagsmál brutust út, og nokkrar líkamsárásir framdar. Þá voru nokkrir stöðvaðir fyrir ölvunarakstur og fíkniefnaakstur inni í bænum.
Þrátt fyrir mikinn eril var nóttin þó heldur rólegri en fyrrinótt að sögn lögreglu, en þá voru fangageymslur einnig yfirfullar, mikil ölvun og líkamsárásir kærðar.