Blómstrandi dagar voru haldnir um helgina í Hveragerði. Í gær lögðu um 10 - 13.000 manns leið sína til Hveragerðis og tóku þátt í hátíðarhöldum í bænum.
Brekkusöngur var í gærkvöldi þar sem giskað er á að um 2-3000 manns hafi verið saman komin og dansleikur þar á eftir, þar sem mörg hundruð manns skemmtu sér með hljómsveitinni Á móti sól.
Að sögn lögreglunnar á Suðurlandi var rólegt hjá þeim og gekk allt vel fyrir sig. Dagskrá Blómstrandi daga heldur áfram í dag og lýkur í kvöld með tónleikum í Hveragerðiskirkju.