Nokkur fíkniefnamál komu til kasta lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um helgina en fíkniefni fundust við húsleitir á tveimur stöðum í Reykjavík.
Marijúana var haldlagt í íbúð í miðborginni á föstudag og hass var haldlagt í húsi í Hlíðunum á sunnudag, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu.
Á laugardagskvöld voru tveir 17 ára piltar handteknir í Breiðholti en í bíl þeirra fundust ætluð fíkniefni.
Þá voru þrír ökumenn teknir fyrir aka undir áhrifum fíkniefna um helgina en þeir voru allir stöðvaðir í Reykjavík. Tveir þeirra eru á þrítugsaldri en sá þriðji er 17 ára en í bíl hans fannst jafnframt þýfi.