Gæsaveiðitímabilið að hefjast

Gæsaveiðitímabilið hefst á miðvikudag.
Gæsaveiðitímabilið hefst á miðvikudag.


 
Veiðitímabil á grágæs og heiðargæs hefst á miðvikudag. Eftir sem áður verður blesgæs alfriðuð og í Skaftafellssýslum má ekki byrja að veiða helsingja fyrr en 25. september. Annarsstaðar á landinu er leyfilegt að veiða helsingja frá 1. september.

Umhverfisstofnun segir að tilgangur friðunar á helsingja í Skaftafellssýslum sé að vernda þann varpstofn sem hefur verið að ná fótfestu á undanförnum árum. Helsingi verpir ekki á Íslandi nema í Skaftafellssýslum svo vitað sé og þykir því sérstök ástæða til þess að veiðimenn sýni aðgát á þessu svæði.
 
Blesgæs og helsingi hafa almennt skamma viðveru hér á landi á för sinni til og frá varpstöðvum á Grænlandi á vorin og haustin.  Blesgæs, sem er alfriðuð, hefur viðkomu hér á landi frá fyrri hluta september og fram í byrjun nóvember og þá helst á Vesturlandi um Borgarfjarðarhérað og sunnanvert Snæfellsnes, til suðurs um Kjós og Hvalfjörð. Einnig á Suðurlandi á láglendi Árnes- og Rangárvallasýslu, undir Eyjafjöllum og í Mýrdal, Landbroti og á Síðu. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka