Gæsaveiðitímabilið að hefjast

Gæsaveiðitímabilið hefst á miðvikudag.
Gæsaveiðitímabilið hefst á miðvikudag.


 
Veiðitíma­bil á grá­gæs og heiðargæs hefst á miðviku­dag. Eft­ir sem áður verður bles­gæs alfriðuð og í Skafta­fells­sýsl­um má ekki byrja að veiða hels­ingja fyrr en 25. sept­em­ber. Ann­arsstaðar á land­inu er leyfi­legt að veiða hels­ingja frá 1. sept­em­ber.

Um­hverf­is­stofn­un seg­ir að til­gang­ur friðunar á hels­ingja í Skafta­fells­sýsl­um sé að vernda þann varp­s­tofn sem hef­ur verið að ná fót­festu á und­an­förn­um árum. Hels­ingi verp­ir ekki á Íslandi nema í Skafta­fells­sýsl­um svo vitað sé og þykir því sér­stök ástæða til þess að veiðimenn sýni aðgát á þessu svæði.
 
Bles­gæs og hels­ingi hafa al­mennt skamma viðveru hér á landi á för sinni til og frá varpstöðvum á Græn­landi á vor­in og haust­in.  Bles­gæs, sem er alfriðuð, hef­ur viðkomu hér á landi frá fyrri hluta sept­em­ber og fram í byrj­un nóv­em­ber og þá helst á Vest­ur­landi um Borg­ar­fjarðar­hérað og sunn­an­vert Snæ­fells­nes, til suðurs um Kjós og Hval­fjörð. Einnig á Suður­landi á lág­lendi Árnes- og Rangár­valla­sýslu, und­ir Eyja­fjöll­um og í Mýr­dal, Land­broti og á Síðu. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert