Hætti við Drangeyjarsund

Benedikt Lafleur.
Benedikt Lafleur. mbl.is/Jón Svavarsson

„Ég fékk þursabit, var búinn með eina mílu en komst ekki lengra," segir Benedikt S. Lafleur, sundmaður, en hann varð að hætta við Drangeyjarsund í kvöld eftir að hann fékk þursabit.  Benedikt lagði af stað um átta leytið frá fjörunni í Drangey. 

„Ég kenni æfingaleysi um, ég fékk hnykk áður en ég byrjaði að synda og svo aftur eftir eina mílu, og þá var ég alveg stopp," segir Benedikt.

Að sögn Benedikts taka nú við strangar æfingar og hyggst hann reyna aftur næsta sumar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka