Hjón með 3 börn fengu stóra vinninginn

Hjón með þrjú börn reynd­ust hafa unnið sjö­fald­an lottóvinn­ing um síðustu helgi, tæp­ar 66 millj­ón­ir. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Íslenskri get­spá eru hjón­in frá Taílandi. Þau búa í Fella­hverfi í Breiðholti.

Kon­an, sem keypti miðan, er ís­lensk­ur rík­is­borg­ari sem hef­ur búið hér í 10 ár og eig­inmaður henn­ar hef­ur búið hér í 5 ár.

Íslensk get­spá seg­ir, að hjón­in hafi bæði stundað meira en eina vinnu til að ná end­um sam­an.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert