Íslenskir ferðamenn á Costa del Sol urðu varir við lætin er baskneskir aðskilnaðarsinnar sprengdu sprengju í snekkjuhöfninni við Benalmadena í gær en munu ekki hafa kippt sér upp við tilræðið.
Hulda Jósefsdóttir fararstjóri Heimsferða segir að enginn af þeim hundrað íslensku ferðamönnum sem eru staddir á Hotel Timorsol sem er skammt frá snekkjuhöfninni hafi nefnt það að þeir bæru kvíðboga fyrir aðgerðum ETA á svæðinu.