Marsibil segir sig úr Framsóknarflokknum

Marsibil Sæmundardóttir.
Marsibil Sæmundardóttir.

Marsibil Sæmundardóttir, varaborgarfulltrúi Framsóknarflokksins, hefur ákveðið að segja sig úr flokknum. Hún mun hins vegar starfa áfram að borgarmálum sem óháð og starfa með minnihlutanum í borgarstjórn.  Þetta kemur fram í yfirlýsingu, sem Marsibil birtir á bloggvef sínum. 

Marsibil ítrekar í yfirlýsingunni, að hún muni ekki stunda tækifærismennsku og fella meirihlutann komi til þess að  Óskar Bergsson forfallist tímabundið. Slík tækifærismennska þjóni ekki hagsmunum borgarbúa.

Bloggvefur Marsibil

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka