Marsibil Sæmundardóttir, varaborgarfulltrúi Framsóknarflokksins, hefur ákveðið að segja sig úr flokknum. Hún mun hins vegar starfa áfram að borgarmálum sem óháð og starfa með minnihlutanum í borgarstjórn. Þetta kemur fram í yfirlýsingu, sem Marsibil birtir á bloggvef sínum.
Marsibil ítrekar í yfirlýsingunni, að hún muni ekki stunda tækifærismennsku og fella meirihlutann komi til þess að Óskar Bergsson forfallist tímabundið. Slík tækifærismennska þjóni ekki hagsmunum borgarbúa.