Níutíu metra foss myndast

Fossinn í Hafrahvammagljúfri
Fossinn í Hafrahvammagljúfri mbl.is/Helgi Garðarsson

Um 90 metra hár foss myndaðist í gærmorgun í Hafrahvammagljúfri, en um er að ræða yfirfall úr Hálslóni. Almennt hefur fossinn verið kallaður Kárahnjúkafoss og er nánast árviss viðburður sem hægt verður að njóta fram í byrjun október. Um sumartímann bráðnar mikið úr Brúarjökli þannig að meira rennur inn í lónið heldur en notað er í Kárahnjúkavirkjun. Þá hækkar lónið og fer vatn að renna yfir þar til gerðan vegg og niður í nokkur hundruð metra yfirfallsrennu. Þaðan er vatnið leitt í Hafrahvammagljúfur og myndast þá fossinn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert