Össur: Guðni sannkallaður hvalreki

Össur Skarphéðinsson
Össur Skarphéðinsson mbl.is/Dagur

Össur Skarp­héðins­son, iðnaðarráðherra seg­ir á bloggvef sín­um að Guðni A. Jó­hann­es­son hafi reynst sann­kallaður hval­reki. Fyrr á ár­inu réð Össur Guðna í embætti orku­mála­stjóra og var mál­inu vísað til kær­u­nefnd­ar jafn­rétt­is­mála. Kær­u­nefnd­in hef­ur úr­sk­urðað í mál­inu og seg­ir að ráðherra hafi ekki brotið jafn­rétt­is­lög.

„Í upp­hafi árs var hart deilt á mig vegna ráðning­ar dr. Guðna A. Jó­hann­es­son­ar í embætti orku­mála­stjóra. Skemmst er frá því að segja, að hann hef­ur reynst sann­kallaður hval­reki.

Ég valdi dr. Guðna á end­an­um af því að öllu sam­an­lögðu komst ég að þeirri niður­stöðu að hann væri lang­hæf­ast­ur – og þar réði meðal ann­ars skýr sýn hans á framtíðar­stefnu Orku­stofn­un­ar og leiðtoga­hæfi­leik­ar. Dr. Guðna valdi ég úr hópi þriggja hæf­ustu um­sækj­endanna þar sem meðal annarra var ágæt og hæf kona. Í kjöl­farið var ég ásakaður af póli­tísk­um and­stæðing­um af tölu­verðri grimmd fyr­ir að hafa brotið jafn­rétt­is­lög. Kvenna­nefnd Verk­fræðinga­fé­lags­ins blandaði sér einnig í málið með álykt­un. Kostu­leg­ast þótti mér að formaður Verk­fræðinga­fé­lags­ins beitti sér und­ir þeim titli í fjöl­miðlum þar sem taum­ur eins um­sækj­enda var dreg­inn á kostnað ann­ars, dr. Guðna, sem er einnig fé­lagi í Verk­fræðinga­fé­lag­inu. Mál­inu var vísað af kon­unni í hópi þre­menn­ing­anna til kær­u­nefnd­ar jafn­rétt­is­mála ein­sog hún hafði all­an rétt til.

Nú hef­ur kær­u­nefnd­in kveðið upp sinn úr­sk­urð. Hann var skýr, og sagði af­drátt­ar­laust að ég hefði ekki brotið jafn­rétt­is­lög­in. Ráðning dr. Guðna hefði verið lög­leg, og rök­semd­ir mín­ar fyr­ir henni eðli­leg­ar. Sú niðurstaða mín, að dr. Guðni hefði verið hæf­ast­ur um­sækj­enda var ein­fald­lega mál­efna­leg að dómi kær­u­nefnd­ar jafn­rétt­is­mála," að því er seg­ir á bloggvef Öss­ur­ar.

Bloggvef­ur Öss­ur­ar Skarp­héðins­son­ar 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert