Tekinn á 150 km hraða

mbl.is/Július

Erlendur ferðamaður var stöðvaður á 150 km/klst hraða austan við Hvolsvöll um fjögur leytið í dag.  Að sögn lögreglunnar í Vík í Mýrdal var maðurinn ekki sviptur ökuleyfi en sektaður um nær 100.000 krónur og greiddi hann sektina á lögreglustöðinni í dag. 

Er þetta í annað sinn á nokkrum dögum sem lögregla stöðvar erlendan ferðamann á ofsahraða.  Síðastliðinn föstudag var erlendur ferðamaður stöðvaður á 149 km/klst hraða á Fagradal. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert