Þjóðhöfðingjar senda Ólafi Ragnari heillaóskir

Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff veifa til viðstaddra á …
Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff veifa til viðstaddra á Austurvelli.

Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, hafa borist heillaóskir frá ýmsum þjóðhöfðingjum í tilefni af nýju kjörtímabili forseta og embættistöku 1. ágúst.

Heillaóskirnar eru m.a. frá þjóðhöfðingjum Norðurlanda, George W. Bush forseta Bandaríkjanna, Medvedev forseta Rússlands, Hu Jintao forseta Kína, Akihito keisara Japans og Horst Köhler forseta Þýskalands.

Samkvæmt upplýsingum frá forsetaskrifstofunni þakkar Bush forseta Íslands sérstaklega fyrir framlag hans við að kynna í Bandaríkjunum og víðar í veröldinni reynslu og þekkingu Íslendinga í nýtingu jarðhita og fyrir að hvetja af framsýni til hagnýtingar þeirrar tækni í þágu annarra þjóða.

Í kveðjum Hu Jintao forseta Kína og Medvedev forseta Rússlands koma fram sérstakar óskir um að efla á komandi árum samvinnu Íslendinga og Kínverja og Íslendinga og Rússa.

Horst Köhler forseti Þýskalands fagnar sérstaklega í kveðju sinni væntanlegri opinberri heimsókn forseta Íslands til Þýskalands í október næstkomandi.



mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka