Reykjavík er 222 ára í dag

Laugavegurinn í Reykjavík
Laugavegurinn í Reykjavík Mbl.is/Golli

Reykjavíkurborg á 222 ára afmæli í dag og telst borgin vera á barnsaldri meðal borga. Saga Reykjavíkur er þó lengri enda á landnámsmaðurinn Ingólfur Arnarson að hafa numið þar land. Töluvert umrót er í borginni á afmælisdeginum.

Ingólfur Arnarson taldi að guðirnir ætluðu sér þennan stað eftir að hafa fundið öndvegissúlur sínar reknar þar á land.

Rökréttara er þó að að Reykjavík hafi verið valin vegna mikilla landkosta. Þar má nefna milda veðráttu, gott skipalægi, nægt undirlendi, rekafjörur, mýrar til rauðablásturs og mótekju, heitt vatn í jörðu, gjöful fiskimið, eggver og selalátur í eyjum, ágætt beitiland, akureyjar og laxveiði í ám.

Landnámsmennirnir þurftu ekki síst að treysta á veiðiskap sér til lífsviðurværis og er staðurinn sem Ingólfur kaus sér heppilegur frá því sjónarmiði.
 
Töluverðar breytingar standa nú fyrir dyrum hjá afmælisbarninu en fjórði meirihlutinn mun í vikunni taka við lyklavöldum í borginn.

Nánar má lesa um sögu Reykjavíkur á vef Árbæjarsafns.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert