Við lok lundaveiðitímabilsins í Vestmannaeyjum kom í ljós það sem menn óttuðust, að viðkomubrestur í stofninum undanfarin þrjú ár er farinn að koma fram í miklu minni veiði.
Samkvæmt tölum sem Morgunblaðið hefur aflað er veiðin ekki nema brot af því sem gerist í venjulegu árferði. Í byrjun tímabils virtist sem varp ætlaði að heppnast en nú eru að koma fram mikil afföll í pysju þannig að árið gæti orðið það fjórða í röð þar sem aðeins lítill hluti lundapysjunnar kemst upp. Veiði var takmörkuð á síðasta ári og enn frekar í sumar en nú telja kunnugir að jafnvel verði gripið til algjörs veiðibanns næsta sumar.
Pétur og fleiri sem rætt var við sögðu að ástandið væri „hræðilegt“ og engu hefði skipt þótt veður hefði verið hagstætt til veiða, lundinn gaf sig einfaldlega ekki. Í Bjarnarey máttu lundakarlar „þakka fyrir að fá í soðið“, yfirleitt hefur veiðin þar verið á milli 90 og 100 kippur en 100 fuglar eru í hverri kippu. Mesta veiði sem vitað er um í Bjarnarey á síðari árum er 140 kippur.