Vill fá kostnað bættan

Elvar Guðjónsson
Elvar Guðjónsson

Elvar Guðjónsson, 48 ára fjölskyldufaðir úr Hafnarfirði ætlar að láta á það reyna hvort Tryggingastofnun greiðir fyrir aðgerð á mjöðm sem hann gekkst undir í desember síðastliðnum. Aðgerðin var gerð á einkareknu sjúkrahúsi í Finnlandi og kostaði með öllu 1,6 milljónir króna úr vasa Elvars.

Hann kveðst ekki hafa látið bjóða sér að læknirinn hans hér heima segði honum að harka af sér og bíða um lengri eða skemmri tíma á meðan verkurinn í mjöðm hans versnaði sífellt. Elvar segist hvorki hafa fengið góða ráðgjöf um hvaða aðgerðir væru í boði né verið sagt af rétti sínum. Á endanum fór hann í aðgerð þar sem mjaðmakúlan var löguð en ekki tekin. Hann segir finnska lækninn telja ráðgjöf íslenskra lækna til Elvars gamaldags og úrelta.

Ekki reynt á EES-reglur hér áður

Elvar segir það hafa verið mikla skerðingu á lífsgæðum að vera haltur og sárþjáður á degi hverjum, ekki síst fyrir mann á hans aldri, sem alla tíð hefur stundað íþróttir.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert