Vill fella niður tolla og skatta af ódýrustu pökkum

Umboðsmaður neytenda leggur til við fjármálaráðherra, að felldur verði niður virðisaukaskattur og tollur af ódýrustu pökkum, svo sem af bókum og geisladiskum, þannig að smávægilegar tekjur í ríkissjóð valdi ekki stórfelldri hækkun á heimkomnum pakka vegna umsýslugjalds. 

Á heimasíðu umboðsmanns neytenda er tekið dæmi um bókapakka, sem myndi aðeins kosta 62% af því sem hann kostar nú með umsýslugjaldi póstsins. Ríkissjóður tapi hins vegar aðeins óverulegri fjárhæð.

Fram kemur að Ísland sé eina landið á EES-svæðinu sem sé ekki með slíka reglu um niðurfellingu opinberra gjalda af smápökkum svo sem bókum og geisladiskum. Gjöldin, sem innheimt eru, eru í mörgum tilvikum ekki í samræmi við kostnaðinn og umstangið við að reikna og innheimta þau.

Heimasíða talsmanns neytenda

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert