Börn selja börnum tóbak í Borgarnesi

Ný­leg könn­un á veg­um Sam­ráðshóps um for­varn­ir í Borg­ar­byggð leiddi í ljós að ung­ling­ar virðast eiga afar auðvelt með að kaupa tób­ak í Borg­ar­nesi en það sama gild­ir ekki um sölustaði ann­arsstaðar í sveit­ar­fé­lag­inu. Frétta­vef­ur­inn Skessu­horn grein­ir frá þessu.

Þar seg­ir að á öll­um sölu­stöðum, sem könn­un­in hafi verið gerð á í Borg­ar­nesi, hafi ung­ling­ar verið af­greidd­ir með tób­ak án þess að vera spurðir um ald­ur.

Á fimm stöðum af ell­efu í sveit­ar­fé­lag­inu voru börn­in spurð um skil­ríki en þeir staðir voru all­ir í dreif­býli sveit­ar­fé­lags­ins. Þar eru kaup­menn því að standa sig að öllu leyti bet­ur en koll­eg­ar þeirra í Borg­ar­nesi, hvað þetta snert­ir.

„Skýr­ing­in á þess­um mun er senni­lega sú að hér í Borg­ar­nesi er af­greiðslu­fólk upp til hópa mikið yngra en í dreif­býl­inu og oft er af­greiðslu­fólkið sjálft ung­ling­ar. Skilj­an­lega er erfitt fyr­ir 15-16 ára ung­ling að neita að selja öðrum ung­ling­um á sama aldri tób­ak, einkum ef versl­un­in sem í hlut á hef­ur ekki sett nægi­lega skýr­ar regl­ur um það hverj­ir mega af­greiða tób­ak og hverj­ir ekki,” seg­ir Hanna S Kjart­ans­dótt­ir, for­varn­ar­full­trúi í Borg­ar­byggð, í sam­tali við Skessu­horn.

Hún seg­ir að ástandið hef­ur ekk­ert breyst frá síðustu könn­un sem gerð var í októ­ber í fyrra. Þá gátu ung­ling­ar keypt tób­ak á sjö stöðum af níu sem kannaðir voru. „Það er margsannað að auðveld­ari aðgang­ur ung­linga að tób­aki eyk­ur reyk­ing­ar í þeirra hópi. Reyk­ing­ar grunn­skóla­barna í Borg­ar­byggð eru staðreynd og við þurf­um öll að leggj­ast á ár­arn­ar til að vinna gegn því,“ seg­ir Hanna.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert