Einhver virðist vera að safna í hreiðrið sitt

„Það er eins og einhver hafi verið að safna í hreiðrið sitt,“ segir Bergþór Hauksson, sem telur líklegt að útigangsmenn hafi verið að verki þegar brotist var inn í hús hans að Vesturvallagötu 7. Hann hefur búið þar í 12 ár en aldrei lent í innbroti fyrr en í síðustu viku, þegar brotist var inn í gestaíbúð á fimmtudagskvöld og, til að bæta gráu ofan á svart, aftur á laugardaginn. „Fjárhagslega tjónið er ekkert óskaplegt,“ segir Bergþór, sem finnst miklu erfiðara að vita til þess að einhver hafi komið inn til hans í óþökk hans.

Lögregla telur að þjófarnir hafi spennt upp glugga við útidyrnar og náð að smeygja sér í gegnum hann. Engar skemmdir voru unnar á íbúðinni, en í fyrra skiptið tóku þjófarnir hluti á borð við hljómtæki og sæng.

Á laugardaginn hafa innbrotsþjófarnir komið að kvöldi til milli klukkan sex og átta. Hirtu þeir þá ýmislegt í eigu þýsks vinafólks fjölskyldunnar, sem dvaldist í húsinu. „Við fjölskyldan fórum [um klukkan sex] í bíó og komum aftur um klukkan átta. Þetta gerist þarna akkúrat á milli, eins og einhver hafi verið að fylgjast með. Það er ónotatilfinning sem fylgir því.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert