Um helmingur leikskóla í Reykjavík, sem eru um 80 talsins, er fullmannaður. Nú standa ráðningar yfir og því óljóst hversu margt starfsfólk vantar.
„Þetta er allt önnur staða en var í fyrra,“ segir Ragnhildur Erla Bjarnadóttir, sviðsstjóri leikskólasviðs Reykjavíkurborgar, en þá glímdu leikskólar við mikla manneklu. „Ég finn að það er allt annað hljóð í okkar stjórnendum en var í fyrra,“ segir Ragnhildur. Ekki aðeins séu umsækjendur fleiri heldur sækir um fólk með meiri reynslu og menntun.