Forsetakjör hjá ASÍ: Ekkert framboð komið

Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ.
Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ.

Gylfi Arnbjörnsson framkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands vill ekki láta uppi hvort hann gefi kost á sér sem forseti sambandsins komandi ársfundi þess í lok október næstkomandi. Ingibjörg R. Guðmundsdóttir varaforseti ASÍ sagðist fyrr í sumar vera að hugsa málið en ekki náðist í hana nú.

Grétar Þorsteinsson forseti Alþýðusambands Íslands tilkynnti í júní að gæfi ekki kost á sér til endurkjörs. Hann var fyrst kjörinn forseti á 38. þingi ASÍ árið 1996, endurkjörinn á þinginu 2000 og á ársfundi 2002, 2004 og 2006.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert