Jarðskjálftar við Grímsey

Tveir snarp­ir jarðskjálftakipp­ir, upp á 3,7 og 3,8 stig, urðu kl. 13.21 í gær. Upp­tök fyrri skjálft­ans voru 21,9 km ASA af Gríms­ey og hins 13 km ASA af Gríms­ey, sam­kvæmt óyf­ir­förn­um frumniður­stöðum sem birt­ar eru á heimasíðu Veður­stofu Íslands.

Þá urðu aft­ur tveir snarp­ir jarðskjálft­ar klukk­an 4:22 í nótt á svipuðum slóðum og mæld­ust þeir 3,5 og 3,1 stig.

Nokk­ur skjálfta­hrina kom eft­ir há­degið í gær eft­ir frem­ur tíðinda­litla nótt. Upp­tök flestra jarðskjálft­anna eru í 10–20 km fjar­lægð aust­ur og austsuðaust­ur af Gríms­ey.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert