Leitað að manni á Esjunni

Esjan.
Esjan. Þorkell Þorkelsson

Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar leita nú að karlmanni sem er týndur á Esjunni. 

Í tilkynningu frá Landsbjörg kemur fram að maðurinn, sem var á göngu í fjallinu, lenti í þoku og hefur verið í villu síðan um klukkan 17:30. Hann er í símasambandi og hringdi eftir hjálp klukkan rúmlega átta í kvöld.

Um 20 björgunarsveitarmenn hafa hafið leit og fleiri eru á leiðinni. Allt kapp er lagt á að finna manninn fyrir myrkur enda kalt í þessari hæð þegar nóttin skellur á.

Í tilkynningu kemur fram að maðurinn í símasambandi og heldur kyrru fyrir þar sem hann er þar til björgunarsveitarmenn finna hann. Það eru hárrétt viðbrögð því hættulegar klettabrúnir eru víða í toppi Esjunnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka