Ólafur F. Magnússon: Stöðvaði brottrekstur

Ólafur F. Magnússon.
Ólafur F. Magnússon. Ómar Óskarsson

„Ég bjargaði því að frábær embættismaður borgarinnar yrði látinn fara fyrir það eitt að vera samviskusamur og reyna að leiðbeina ungum og óreyndum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins,“ segir Ólafur F. Magnússon, fráfarandi borgarstjóri. „Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir efndi sem formaður leikskólaráðs til mjög dýrrar auglýsingaherferðar út af „Borgarbörnum“. Hún hafði ekkert samráð við mig eða æðstu stjórn borgarinnar um það og lítið samráð við sviðsstjórann, Ragnhildi Bjarnadóttur. Þegar sviðsstjórinn gerði athugasemdir vildi Þorbjörg Helga láta reka sviðsstjórann sem átti allt annað skilið enda einn af traustustu og bestu starfsmönnum borgarinnar “ segir Ólafur F.

Hrein ósannindi

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert