Ólafur F. til liðs við Frjálslynda flokkinn

Ólafur F. Magnússon.
Ólafur F. Magnússon. Árvakur/Árni Sæberg

Ólafur F. Magnússon, borgarstjóri, ætlar að ganga aftur til liðs við Frjálslynda flokkinn. Þetta kom fram á blaðamannafundi með Ólafi sem var að ljúka í ráðhúsi Reykjavíkur. Ólafur lætur af embætti borgarstjóra á fimmtudag þegar nýr meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks tekur við völdum.

Að sögn Ólafs er það vilji meirihluta borgarbúa að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýrinni og það sé hans vilji og Frjálslynda flokksins að tryggja að svo verði.

Ólafur segir að miðað við fjárhagsstöðu Reykjavíkurborgar blasi við að draga verði úr stórum framkvæmdum um fjóra til fimm milljarða frá því sem áður hafði verið áætlað og að síðasta þriggja ára fjárhagsáætlun borgarinnar standist ekki. Skera þurfi niður launakostnað hjá borginni, draga úr yfirvinnu um þriðjung og heildarlaunakostnað um 8%.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka