Rekstrargrundvöllur brostinn

mbl.is/Árni Torfason

Stjórn Lands­sam­taka sauðfjár­bænda lýs­ir yfir mikl­um áhyggj­um ef hækk­un á afurðaverð til bænda í haust verður aðeins 15% eins og verðlisti Norðlenska gef­ur til kynna.  Slíkt þýðir að rekstr­ar­grund­völl­ur fjölda sauðfjár­bænda er brost­inn. Þetta kem­ur fram í álykt­un frá sam­band­inu.

Stjórn Lands­sam­taka sauðfjár­bænda fundaði í gær og samþykkti eft­ir­far­andi álykt­un.  Samþykkt­in var gerð í ljósi þess að nú eru horf­ur á að afurðaverð til sauðfjár­bænda hækki mun minna en dug­ir til að mæta kostnaðar­hækk­un­um sem orðið hafa á ár­inu. Það mun hafa al­var­lega af­leiðing­ar í för með sér fyr­ir marga bænd­ur, að því er seg­ir í til­kynn­ingu.

„Stjórn Lands­sam­taka sauðfjár­bænda lýs­ir yfir mikl­um áhyggj­um ef hækk­un á afurðaverð til bænda í haust verður aðeins 15% eins og verðlisti Norðlenska gef­ur til kynna.  Slíkt þýðir að rekstr­ar­grund­völl­ur fjölda sauðfjár­bænda er brost­inn.

Aðal­fund­ur LS samþykkti í apríl síðastliðnum að afurðaverð þyrfti að hækka að lág­marki um 98 krón­ur á kíló (27%) fyr­ir kom­andi slát­urtíð.  Stjórn sam­tak­anna gaf síðan út viðmiðun­ar­verð í sam­ræmi við það þann 29. apríl.  Samþykkt aðal­fund­ar­ins var mjög hóf­leg miðað við þær miklu hækk­an­ir sem dunið hafa á bænd­um síðustu mánuði á öll­um aðföng­um. Í henni gerðu bænd­ur aðeins þá kröfu að afurðaverðið þyrfti að hækka til að mæta hækk­un­um á áburði, fjár­magns­kostnaði og olíu.  Aðrar hækk­an­ir voru ekki tekn­ar með.  Viðmiðun­ar­verðið hef­ur held­ur ekki verið hækkað aft­ur þrátt fyr­ir að fjár­magns­kostnaður og olía hafi haldið áfram að hækka frá því að það var gefið út og aft­ur sé spáð veru­legri áburðar­hækk­un vorið 2009.

Í verðskrá Norðlenska sem er sú eina sem enn hef­ur verið gef­in, út er hækk­un meðal­verðs 54 krón­ur á kíló frá landsmeðaltali 2007 sem var 363 krón­ur.  Sú hækk­un dug­ir ekki einu sinnu til að mæta áburðar­verðshækk­un­inni á þessu ári sem þýddi 64 króna auk­inn kostnað á kíló.  Verði þetta niðurstaðan þýðir það ein­fald­lega að fjöldi sauðfjár­bænda mun ekki geta haldið áfram rekstri, með ófyr­ir­séðum af­leiðing­um fyr­ir slát­ur­leyf­is­hafa.

Stjórn LS hvet­ur Norðlenska og aðra slát­ur­leyf­is­hafa sem eiga eft­ir að gefa út verðskrár til þess að hafa of­an­greind sjón­ar­mið í huga áður en end­an­leg­ar verðskrár verða gefn­ar út.  Sauðfjár­rækt­in þolir ekki minni hækk­un held­ur en þá sem viðmiðun­ar­verð sam­tak­anna ger­ir ráð fyr­ir, að því er seg­ir í álykt­un frá LS.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert