Skýr skilaboð til Rússa

00:00
00:00

Á fundi ut­an­rík­is­ráðherra aðild­ar­ríkja NATO sem hald­inn var í Brus­sel í dag kom fram skýr stuðning­ur við viðleitni Frakka og Finna til að stilla til friðar í átök­um Georgíu­manna og Rússa. Skila­boðin til Rússa frá fund­in­um eru skýr, seg­ir Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir ut­an­rík­is­ráðherra.

Fund­ur ut­an­rík­is­ráðherr­anna var hald­inn til að sam­ræma stefnu NATO-ríkj­anna vegna átak­anna í Georgíu og ræða fram­hald mála, sagði Ingi­björg. 

Skila­boð fund­ar­ins til Rússa eru skýr, þeim ber að standa við sam­komu­lag sem þeir hafa und­ir­ritað, en einn liður­inn í því er að rúss­nesk­ar her­sveit­ir hverfi aft­ur til þeirra staða sem þeir voru á áður en átök­in brut­ust út, sagði Ingi­björg. Virða beri landa­mæri og full­veldi Georgíu.

Yf­ir­lýs­ingu fund­ar­ins er að finna á vef NATO.

Þá var og ákveðið að ein­stök NATO-ríki muni veita Georgíu mannúðaraðstoð, en banda­lagið sjálft aðstoði við að end­ur­byggja und­ir­stöðuþætti sam­fé­lags­ins, s.s. tölvu­kerfi og loft­helgis­eft­ir­lit. 

Georgía hef­ur sótt um aðild að NATO, og á fundi í ráðherr­aráði banda­lags­ins í des­em­ber verður ákveðið hvort Georgía fái heim­ild til að hefja aðlög­un­ar­ferli fyr­ir aðild. Á fund­in­um í Brus­sel í dag var ákveðið að stofna sam­ráðsvett­vang fyr­ir Georgíu og NATO til að fylgja eft­ir ákvörðun­inni um upp­haf aðlög­un­ar­ferl­is­ins.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert