Byrjað var að rífa söluskálann að Brú í Hrútafirði í gær og áætlað að búið verði að jafna hann við jörðu í dag eða á morgun en hann er rifinn í tengslum við breytingar á lagningu hringvegar 1 um Hrútafjarðarbotn og gamli Staðarskálinn verður einnig utan hringvegarins nýja.
Nýr vegur verður tekinn í notkun um miðjan september og leggst þá greiðasala líka af í núverandi Staðarskála. Nýr söluskáli með sama nafni er í byggingu við nýja veginn.