Búist er við að hundrað þúsund manns verði samankomnir á menningarnótt í miðborg Reykjavíkur. Spáð er rigningarskúrum en annars hlýju og mildu veðri.
Um allan bæ er fólk að æfa undir hina ýmsu viðburði hátíðarinnar. Meðal annars systurnar Hafdís og Dagný Bjarnadætur. Hin síðarnefnda er landslagsarkitekt og hefur gert innsetningu í garði Café Óliver en hin ætlar að leika á hljóðfæri og syngja.
Þá var Axel Eiríksson myndlistarmaður í óðaönn að koma fyrir flugdreka á Arnarhóli í dag.