Hreinsar veggjakrot í hálft ár

mbl.is/Brynjar Gauti

Veggjakrotari var staðinn að verki við fjölbýlishús á höfuðborgarsvæðinu í gær. Um var að ræða unglingspilt sem reyndi að komast undan en einn íbúanna náði til hans og kallaði til lögreglu.

Að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu játaði pilturinn sök en tjónið er nokkurt og fylgir því kostnaður að ná veggjakrotinu af. Að þessu sinni náðust sættir, sem felast í því að pilturinn málar sjálfur yfir krotið. Hann mun ennfremur mála yfir allt annað veggjakrot sem kann að koma á þessa fasteign næsta hálfa árið eða í sex mánuði.

Að sögn lögreglu munu íbúar hússins ekki leggja fram kæru í málinu standi veggjakrotarinn við sinn hlut. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert