Landnámshænur í Skaftafelli

Hreinn Eiríksson, Hornfirðingur, og landnámshænur í Skaftafelli.
Hreinn Eiríksson, Hornfirðingur, og landnámshænur í Skaftafelli. Hornafjörður.is

Landnámshænur hafa endurheimt eitthvað af vinsældum sínum á landinu enda þykja eggin góð og hænurnar sjálfar mikið augnayndi.

Á vef Hornafjarðar má lesa að hænurnar þrífist þar vel, að minnsta kosti á hólum og hæðum eins og á Miðskeri og í Skaftafelli.

Heyrst hafi að „Handraðskonur" líti hanana á Miðskeri hýru auga og sækist eftir stélfjöðrum í skraut.

Trúlega sé Hornfirðingurinn Hreinn Eiríksson þó fremur að hugsa um gæludýrauppeld en notagildi þar sem hann situr í miðjum hænsnahóp í Skaftafelli.

Ragnar Frank Kristjánsson fyrrum þjóðgarðsvörður í Skaftafelli átti þennan myndarlega og litríka hænsnahóp sem er á myndinni og voru þetta mikil dekurdýr.

Þegar hann flutti í Borgarfjörðinn taldi hann ekki ráðlegt að flytja hænurnar með svo hann fól Regínu Hreinsdóttur, núverandi þjóðgarðsverði, að annast hænurnar og hanana tvo.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert