Sakar Hönnu Birnu um ósannindi

Ólafur F. Magnússon.
Ólafur F. Magnússon. mbl.is/Ómar

Ólafur F. Magnússon, borgarstjóri, sakar Hönnu Birni Kristjánsdóttur, tilvonandi borgarstjóra, um ósannindi þegar hún segist ekki hafa séð gögn, sem Ólafur las upp úr á blaðamannafundi í gær.

Yfirlýsing Ólafs er eftirfarandi:

„Sjálfstæðismenn í borgarstjórn hafa lagst lágt í málatilbúnaði sínum og sagt mig ljúga þegar ég greini frá alvarlegum staðreyndum í fjármálum borgarinnar. Það liggur fyrir að tekjur borgarinnar eru undir áætlunum og afar erfitt verður að standa undir fyrirhuguðum útgjöldum. Því er nauðsynlegt að ekki sé efnt til nýrra stórframkvæmda sem hvorki eru í 3 ára fjárhagsáætlun borgarinnar eða í forgagnsröðun málefnasamnings fráfarandi meirihluta en þar er lögð áhersla á að verja velferðarþjónustuna.

Þegar ég sit undir ásökunum um ósannindi varðandi fjármál borgarinnar verð ég að vitna í gögn til að hrekja slíkar fullyrðingar. Það hef ég nú gert. Þá segist oddviti Sjálfstæðisflokksins og verðandi borgarstjóri aldrei hafa séð þessi gögn. Það er auðvitað fjarstæða, enda fráleitt að oddviti Sjálfstæðisflokksins viti ekki um þessi mál.

Ósannindi Hönnu Birnu Kristjánsdóttur eru alvarlegt mál og minna á þá staðreynd að forveri hennar, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, var rúinn trausti eftir að segja ósatt í fjölmiðlum."


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert