Sleppa pöllunum en mótmæla fyrir utan ráðhúsið

Anna Pála Sverrisdóttir, formaður Ungra jafnaðarmanna, mótmælti með félögum sínum …
Anna Pála Sverrisdóttir, formaður Ungra jafnaðarmanna, mótmælti með félögum sínum í ungliðahreyfingum Tjarnarkvartettsins í janúar. Ómar Óskarsson

Anna Pála Sverr­is­dótt­ir, formaður Ungra jafnaðarmanna, seg­ir að ungliðahreyf­ing­arn­ar muni ekki mæta á pall­ana í ráðhúsi Reykja­vík­ur á morg­un er nýr meiri­hluti tek­ur við í borg­inni. Hins­veg­ar munu Ung­ir jafnaðar­menn ásamt Ung vinstri græn­um efna til mót­mæla fyr­ir utan ráðhúsið, Von­ar­stræt­is­meg­in, klukk­an 9:30.

Hvet­ur Anna Pála alla þá, sem eru óánægðir með þróun mála í borg­inni, að mæta og taka þátt í mót­mæl­un­um. Seg­ir hún þetta leið Reyk­vík­inga til að sýna að þeir séu ekki sátt­ir. Borg­ar­stjórn­ar­fund­ur­inn hefst klukk­an 10.

Í janú­ar stóðu ungliðahreyf­ing­ar Tjarn­arkvart­etts­ins svo­nefnda fyr­ir mót­mæl­um á pöll­um ráðhúss­ins er meiri­hluti Sjálf­stæðis­flokks og F-lista tók við meiri­hlut­an­um í borg­ar­stjórn. Í sam­tali við mbl.is seg­ir Anna Pála að ekki sé stefnt á pall­ana að þessu sinni enda and­ar­tak pall­ana liðið og verði ekki end­ur­tekið. Seg­ir hún ástæðuna þá að þau hafi ekki áhuga á að taka þátt í þeirri póli­tík sem á sér stað inni í ráðhús­inu.

Meðal ann­ars verður farið í stóladans fyr­ir utan ráðhúsið í fyrra­málið og sá sem vinn­ur leik­inn verður borg­ar­stjóri og sá sem tap­ar fær að vera formaður borg­ar­ráðs.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert