Stærsta skúta á Íslandi sigldi inn Skutulsfjörðinn í morgun og lagðist upp við bryggju í sinni nýju heimahöfn. Það var Rafn Pálsson sem keypti skútuna í Hollandi en hún er 61 fet sem gerir hana að stærstu skútu landsins. Hún er einu feti stærri en Aurora, skúta Borea Adventures sem einnig hefur Ísafjörð sem heimahöfn, að því er fram kemur á vef Bæjarins besta.
Að sögn Rafns gekk siglingin frá Hollandi til Íslands frá Hollandi vel en hún tók um sjö daga. Rafn vill sem minnst tjá sig um kaupverðið á skútunni sem er tólf ára gömul, byggð 1996.