Þór fær leiðtogaverðlaun Dale Carnegie

Þór Sigfússon.
Þór Sigfússon.

Dale Carnegie á Íslandi hefur ákveðið að veita  Þór Sigfússyni, forstjóra Sjóvár, leiðtogaverðlaun Dale Carnegie. Þetta er í annað sinn sem slík verðlaun eru veitt hér á landi en á síðasta ári fékk Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ, verðlaunin.

Fram kemur í tilkynningu frá Dale Carnegie á Íslandi, að verðlaunin séu veitt fyrirtækjum og einstaklingum sem þykji skara fram úr á sviði mannauðsstjórnunar og hafai sýnt frumkvæði og sköpun í starfsemi fyrirtækja sinna.

Tilefni verðlaunanna sé sú ákvörðun Sjóvár, að styðja markvisst við bakið á starfsfólki sínu m.a. með markvissri þjálfun í samstarfi við Dale Carnegie og gera því þannig kleift að efla hæfni sína til að takast á við margbreytilegar áskoranir fyrirtækisins. 

Þá hafi Þór sýnt sanna leiðtogahæfileika í verki og hafi á eftirtektarverðan hátt byggt upp jákvætt andrúmsloft á tímum breytinga og hafi þannig eflt liðsheild Sjóvár til muna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert