Verktakarnir leigja út

Nýbyggingar í Úlfarársdal
Nýbyggingar í Úlfarársdal mbl.is/Haraldur Guðjónsson

Eigendur íbúðarhúsnæðis til sölu leita nú allra leiða til þess að hafa tekjur af því, meðan fasteignakaupamarkaður er daufur. Framboð á leiguíbúðum hefur aukist mjög að undanförnu að sögn leigumiðlara og í júlí varð mikil aukning í leiguíbúðalánum hjá Íbúðalánasjóði. Þá voru 1,9 milljarðar króna lánaðir út á leiguhúsnæði, en það sem af er ári hefur sú upphæð verið um eða undir milljarði á mánuði. Það gæti verið tilfallandi en gæti líka verið merki um aukna spennu.

Ekki ódýrt leiguhúsnæði

Leigumiðlarar verða varir við aukin umsvif byggingaverktaka, sem kynna sér leigumarkaðinn, spyrjast fyrir um verð og auglýsa eignir til leigu. Nýjar og dýrar íbúðir eru að koma inn á markaðinn.

„Ég held að það séu stórar íbúðir að bætast við á markaðinn, sem þarf að borga mikið fyrir á mánuði. Það er ekki mín tilfinning að það sé að bætast mikið við af ódýru leiguhúsnæði á markaðinn. Ég held að menn hafi stórlega ofmetið þennan stóra lúxusmarkað, ekki síst fyrir eldra fólk sem er að minnka við sig,“ segir Gísli Örn Bjarnhéðinsson, framkvæmdastjóri Búseta.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert