Viðskiptaráðherra: Eldsneyti á að lækka hratt

Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra segist bjartsýnn á að olíufélögin lækki verð á eldsneyti hratt á næstunni .„Olíufélögin hækkuðu verð mjög í takt við hækkandi heimsmarkaðsverð, það var verið að hækka verð dag frá degi. Við neytendur og samkeppnisyfirvöld hljótum að gera þá kröfu að þeir fari jafn vandlega í lækkunarferlið og farið var í hækkunarferlið. Ég er bjartsýnn á að fyrirtækin sýni þá ábyrgð og skili lækkununum út í verðlagið.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert