Meirihluti borgarstjórnar lagði í síðustu viku fram tillögu þess efnis að 20 prósent af sorphirðu íbúðarhúsa í Reykjavík verði boðin út til reynslu næstu þrjú árin. Ákvörðun um frekari útboð á sorphirðu verði síðan tekin í ljósi reynslu af þessu útboði.
Afgreiðslu málsins var frestað en samkvæmt heimildum 24 stunda er mikill vilji hjá Sjálfstæðisflokknum til að fá tillöguna samþykkta.
Margrét segir sorphirðuna grundvallarþjónustu Reykjavíkur við borgara sína sem beri frekar að auka en að bjóða út. „Þar hafa einnig átt skjól og getað fengið vinnu seinfærir einstaklingar sem hafa notið sín mjög vel og reynst geysilega traustir starfsmenn. Mér finnst dýrmætt að borgin haldi utan um slíkt þar sem það er hægt. Það er í raun einstakt hversu vel þessi þjónusta hefur gengið. Á síðustu árum hefur til dæmis tvívegis verið fagnað 50 ára starfsafmæli í sorphirðunni.“
Hjá sorphirðunni starfa í dag 56 starfsmenn og meðalstarfsaldur þeirra er 12 ár.
Ekki náðist í Þorbjörgu Helgu Vigfúsdóttur, formann umhverfis- og samgönguráðs, við vinnslu fréttarinnar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.