Virkjun Hvalár skapar 200 ný störf

Virkjun Hvalár í Ófeigsfirði á Ströndum er meðal þeirra verkefna sem ráðgjafarfyrirtækið Alsýn vinnur nú að til atvinnuuppbyggingar á Vestfjörðum. Verkefnið er unnið með VesturVerki ehf og er undirbúningur á lokastigi. Fyrsti áfangi verkefnisins er uppá 31MW og sá síðari uppá 7 MW. Áætlað er að um 200 manns fái vinnu við verkið meðan á framkvæmdatímanum stendur, að því er fram kemur á vefnum skutill.is.

Gert er ráð fyrir að jarðvegsframkvæmdir geti hafist árið 2011 og að straumur berist frá virkjuninni árið 2013. Hlutverk Alsýnar ehf. hefur verið að fá fjárfesta að verkefninu; tryggja sölu á umhverfisvænu rafmagni inn á svæðið og tryggja áframhaldandi störf á stór Ísafjarðar svæðinu. Telja forsvarsmenn Alsýnar að hérna sé lagður hornsteinn að atvinnubyggingu á Vestfjörðum.

Helstu verkefni sem Alsýn hefur unnið að fyrir tilstuðlan samnings við Ísafjarðarbæ frá júní til ágúst 2008 hafa verið margvísleg. Um það bil 62 verkefni eru í gangi þessa stundina, en að sögn Steindórs Bragasonar hjá Alsýn er og stór hluti þessara verkefna þess eðlis að hlutaðeigendur kæra sig ekki um opinbera umfjöllun á þessu stigi "og þar við situr" segir Steindór.

Sjá nánar á fréttavefnum skutull.is 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert