Bifreið alelda

mbl.is/ÞB

Kveikt var í bíl­hræi við Köll­un­ar­kletts­veg í Reykja­vík um níu­leytið í morg­un. Að sögn Slökkviliðs höfuðborg­ar­svæðis­ins gekk greiðlega að slökkva eld­inn. Hvorki fólk né hús voru í hættu.

Bif­reiðin sem kveikt var í var núm­er­a­laus og ekki í notk­un. Til­kynn­ing um elds­voðann barst um kl. níu og stuttu síðar var slökkviliðið búið að ráða niður­lög­um elds­ins.

Ekki er vitað hver eða hverj­ir kveiktu í bif­reiðinni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert