Borgarstjórinn: Kemur alltaf aftur

Ólafur F. Magnússon.
Ólafur F. Magnússon. Árvakur/Árni Sæberg

„Ég hef afsannað það margoft að mín­um póli­tíska ferli væri lokið. Ég var hleg­inn í burtu af lands­fundi Sjálf­stæðis­flokks, virt­ist vera dott­inn út úr borg­ar­stjórn við lok taln­ing­ar árið 2002 og tutt­ugufaldaði fylgið úr skoðanna­könn­un­um á kosn­ing­anótt 2006. Ég heiti ykk­ur því að ég kem aft­ur, enda læt ég ekki dæma mig úr póli­tík í skoðanna­könn­un­um. Ég hætti ekki fyrr en ég hef verið kos­inn út,“ seg­ir Ólaf­ur F. Magnús­son, sem í dag mun stíga niður sem borg­ar­stjóri Reykja­vík­ur þegar nýr meiri­hluti Sjálf­stæðis­flokks og Fram­sókn­ar tek­ur við völd­um.

Tel­ur sig illa svik­inn

Eft­ir svona langa eft­ir­göngu af hálfu sjálf­stæðismanna taldi ég mig hafa trygg­ingu fyr­ir því, og dreng­skap­alof­orð Kjart­ans og Vil­hjálms, að þeir myndu aldrei kasta mér fyr­ir borð að ósk hinna fimm borg­ar­full­trú­anna. Það get­ur vel verið að ég sé hrekk­laus og barna­leg­ur, en dreng­skap­ar­loforð af þessu tagi eiga menn ekki að svíkja þótt þeir séu í póli­tík og fái fyr­ir­mæli að ofan. Ýmsir for­ingj­ar ráða mjög miklu hjá borg­ar­stjórn­ar­flokki Sjálf­stæðis­flokks.“

Ráðherr­ar með bein áhrif

Ólaf­ur seg­ist hvorki hafa rætt við Kjart­an né Vil­hjálm frá því að meiri­hluta­sam­starf­inu var slitið í síðustu viku. „Ég tel ekki að við höf­um um margt að ræða á næst­unni, ég er það illa svik­inn. Ég held að Vil­hjálm­ur skammist sín mikið og hef séð að Kjart­an hef­ur reynt að ná í mig en hef ekki séð ástæðu til að svara hon­um. Hon­um líður ör­ugg­lega mjög illa núna.“

Hljóta að fagna liðsauk­an­um

Á eft­ir kosn­inga­sigr­um Guðjóns Arn­ars Kristjáns­son­ar á Vest­fjörðum, sem dró flokk­inn inn á þing þris­var í röð, þá hafa mestu sigr­ar Frjáls­lynda flokks­ins unn­ist í borg­inni und­ir minni for­ystu.

Ég hef lesið skrif Jóns Magnús­son­ar og Magnús­ar Þórs Haf­steins­son­ar í minn garð en hyggst ekki gjalda þeim í sömu mynt. Þeir ættu að fagna þess­um mikla liðsauka sem hlýt­ur að auka lík­urn­ar á því að Frjáls­lyndi flokk­ur­inn vinni sinn þriðja stór­sig­ur í Reykja­vík.

Ég vil starfa með þeim og öðrum í þess­um flokki að því að stefna F-list­ans í borg­inni nái fram í næstu kosn­ing­um og gefa þannig þeim sem kusu hann síðast kost á því að gera það aft­ur.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert