Býður Ólaf velkominn í Frjálslynda flokkinn

Kristinn H. Gunnarsson.
Kristinn H. Gunnarsson. mbl.is/Þorkell

Kristinn H. Gunnarsson, þingflokksformaður Frjálslynda flokksins, segir á vefsíðu sinni, að Frjálslyndi flokkurinn og frambjóðendur á F-listanum í Reykjavík eigi samleið til framtíðar um málefnagrundvöll framboðsins. Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi F-lista segist ætla að ganga aftur í Frjálslynda flokkinn en ýmsir framámenn í flokknum hafa tekið þeirri yfirlýsingu með lítilli hrifningu.

Kristinn segist bjóða Ólaf velkominn í Frjálslynda flokkinn. Hann segir, að Frjálslyndi flokkurinn og frambjóðendur á F-listanum eigi samleið til framtíðar um málefnagrundvöll framboðsins.

„Klofningurinn á síðasta ári sundraði liðinu og veikti slagkraft framboðsins. Forysta flokksins hlýtur að vinna að því að þeir sem eru sammála um málefni nái saman á nýjan leik og yfirstígi þann ágreining sem varð til þess að leiðir skildu," segir Kristinn.

Heimasíða Kristins 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert