Erfið fjárhagsstaða OR

Húsnæði Orkuveitu Reykjavíkur
Húsnæði Orkuveitu Reykjavíkur mbl.is/Sverrir

Í undirbúningi er að selja eignir Orkuveitu Reykjavíkur til að skjóta styrkari stoðum undir reksturinn. Erlendar skuldir hafa hækkað um tæplega 40 milljarða króna vegna gengisfalls krónunnar. Námu þær 125 milljörðum króna í apríl en voru 86 milljarðar í upphafi árs. Afborganir og lánakjör hafa hækkað.

Eigið fé fyrirtækisins hefur rýrnað um tæpa 18 milljarða króna það sem af er ári. Eiginfjárhlutfallið, sem er mælikvarði á fjárhagslegan styrk, hefur fallið úr 46% í kringum 30%.

Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins eru í undirbúningi viðbrögð vegna þessarar stöðu í stjórn Orkuveitunnar. Meðal annars er til skoðunar að fresta framkvæmdum við Bitruvirkjun af fjárhagslegum ástæðum. Eins er talið mikilvægt að skoða sölu eigna eins og 16,5% hlutar í Hitaveitu Suðurnesja. Þá á að selja jarðirnar Hvamm og Hvammsvík. Eru tilboð til skoðunar í stjórninni.

Kjartan Magnússon, formaður stjórnar OR, sagðist ekki geta tjáð sig um stöðu fyrirtækisins nú. Það ætti eftir að samþykkja reikninga félagsins fyrir fyrstu sex mánuði ársins í stjórninni. Þeir yrðu svo sendir í Kauphöll Íslands til birtingar.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert