Erfið fjárhagsstaða OR

Húsnæði Orkuveitu Reykjavíkur
Húsnæði Orkuveitu Reykjavíkur mbl.is/Sverrir

Í und­ir­bún­ingi er að selja eign­ir Orku­veitu Reykja­vík­ur til að skjóta styrk­ari stoðum und­ir rekst­ur­inn. Er­lend­ar skuld­ir hafa hækkað um tæp­lega 40 millj­arða króna vegna geng­is­falls krón­unn­ar. Námu þær 125 millj­örðum króna í apríl en voru 86 millj­arðar í upp­hafi árs. Af­borg­an­ir og lána­kjör hafa hækkað.

Eigið fé fyr­ir­tæk­is­ins hef­ur rýrnað um tæpa 18 millj­arða króna það sem af er ári. Eig­in­fjár­hlut­fallið, sem er mæli­kv­arði á fjár­hags­leg­an styrk, hef­ur fallið úr 46% í kring­um 30%.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um Morg­un­blaðsins eru í und­ir­bún­ingi viðbrögð vegna þess­ar­ar stöðu í stjórn Orku­veit­unn­ar. Meðal ann­ars er til skoðunar að fresta fram­kvæmd­um við Bitru­virkj­un af fjár­hags­leg­um ástæðum. Eins er talið mik­il­vægt að skoða sölu eigna eins og 16,5% hlut­ar í Hita­veitu Suður­nesja. Þá á að selja jarðirn­ar Hvamm og Hvamms­vík. Eru til­boð til skoðunar í stjórn­inni.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert