Fóru inn í gufulögn

Gufulögnin, sem mennirnir eru taldir hafa farið inn í.
Gufulögnin, sem mennirnir eru taldir hafa farið inn í. mbl.is/Golli

Talið er að Rúmenarnir tveir, sem létu lífið við Hellisheiðarvirkjun í gærkvöldi, hafi farið inn í súrefnislausa gufulögn, sem liggur austan við stöðvarhúsið.  Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu er það almennt svo að fari fólk inn í súrefnislaust rými missir það mjög fljótt meðvitund og kann þá að látast úr súrefnisskorti. 

Guðbergur Ástráðsson er verkstjóri hjá Altaki vélsmiðju, en mennirnir unnu á vegum þess verktakafyrirtækis. Hann segir mennina hafa unnið að svipuðu verkefni áður. Þá hafi umrædd lögn ekki verið í notkun síðan í júní síðastliðnum og ekki hafi fleiri verið að vinna með mönnunum að þessu verkefni. Þeir höfðu ekki verið lengi á landinu. 

Um 300 manns vinna hjá ýmsum verktakafyrirtækjum við byggingu Hellisheiðarvirkjunar. Aðallega er verið að vinna við byggingu mannvirkis sem kallast varmastöð, sem er heitavatnsframleiðslueining er taka á í notkun á næsta ári.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka