Fundað um borgarmálin í Kaffivagninum

Dagur B. Eggertsson, fór yfir stöðu mála á Kaffivagninum í …
Dagur B. Eggertsson, fór yfir stöðu mála á Kaffivagninum í morgun. mbl.is/G. Rúnar

Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn, fór yfir borgarmálin á fundi í Kaffivagninum Grandagarði í morgun. Klukkan tíu hefst auka borgarstjórnarfundur þar sem nýr meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks tekur við völdum í borginni.

Borgarfulltrúar, þingmenn og aðrir Samfylkingarmenn verða á ferðinni í Reykjavík í dag og morgun að spjalla við borgarbúa um ástandið í borginni og það annað sem fólk vill ræða.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka