Gísli Marteinn fær launahækkun

Gísli Marteinn Baldursson.
Gísli Marteinn Baldursson. Valdís Þórðardóttir

Björk Vilhelmsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar , segir að  nýr meirihluti hafi með því að kjósa Gísla Martein Baldursson í embætti annars varaforseta borgarstjórnar, hækkað laun hans umtalsvert.

„Borgarstjórn var í þessu að kjósa Gísla Martein Baldursson sem annan varaforseta borgarstjórnar þó svo hann sé ekki viðstaddur á fundinum og verði erlendis næstu 12 mánuði.

Með þessu verður Gísli Marteinn í forsætisnefnd er verið að tryggja honum hærri laun en hann ella hefðu fengið. Varaforsetar sitja í forsætisnefnd og með einni nefndarsetu munu laun hans sem borgarfulltrúa verða töluvert hærri en annars hefði verið, Full laun hans skerðast því bara um 25% en ekki 50% eins og annars hefði verið."

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert