Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, Sjálfstæðisflokki, var kjörinn forseti borgarstjórnar til júní 2009 á auka borgarstjórnarfundi sem nú stendur yfir í ráðhúsi Reykjavíkur. Hlaut hann átta atkvæði nýs meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Minnihlutinn í borgarstjórn skilaði allur auðu.
Dagur B. Eggertsson, Samfylkingu, var kjörinn fyrsti varaforseti borgarstjórnar til júní 2009 með öllum greiddum atkvæðum.
Gísli Marteinn Baldursson, Sjálfstæðisflokki, var kjörinn annar varaforseti borgarstjórnar til júní 2009. Hlaut hann átta atkvæði en auðir seðlar voru sjö talsins.