Leigubílstjóri barinn og rændur

mbl.is/Jim Smart

Þrír vopnaðir menn rændu leigubílstjóra í Hólabergi í Breiðholti rétt fyrir kl. þrjú í nótt. Að sögn lögreglu hlaut bílstjórinn minniháttar áverka. Ræningjarnir, sem komust undan, höfðu ekki mikið upp úr krafsinu, aðeins um nokkur þúsund kr.

Lögregla segir að bílstjórinn hafi verið að aka stúlku upp í Hólaberg skömmu áður en hann var rændur. Lögreglan segir stúlkuna vera viðriðna málið og telur sig vita hver hún er. 

Stúlkan fékk bílstjórann til að fara út úr bifreiðinni en þegar hann gerði það réðust þrír menn á hann. Talið er að mennirnir hafi verið með hníf og járnrör. Þeir komust undan og leitar lögreglan þeirra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert