Lyklaskipti í Ráðhúsinu

Hanna Birna og Ólafur á skrifstofu borgarstjóra í dag.
Hanna Birna og Ólafur á skrifstofu borgarstjóra í dag. mbl.is/G. Rúnar

Hanna Birna Kristjánsdóttir, sem kjörin var borgarstjóri Reykjavíkur á fundi borgarstjórnar í morgun, tók laust eftir hádegið við lyklavöldum á skrifstofu borgarstjóra af Ólafi F. Magnússyni, borgarfulltrúa. Ólafur hefur verið borgarstjóri frá því í janúar.

Hanna Birna er fædd og uppalin í Hafnarfirði, dóttir Aðalheiðar J. Björnsdóttur og Kristjáns Ármannssonar. Maki Hönnu Birnu er Vilhjálmur Jens Árnason og þau eiga tvær dætur.

Hanna Birna lauk BA-prófi í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands og M. Sc. prófi í alþjóðlegum og evrópskum stjórnmálum frá Edinborgarháskóla. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert