Stór mál á stuttu þingi

Alþingishúsið.
Alþingishúsið. mbl.is/Þorkell

Bú­ast má við að nokk­ur stór, þýðing­ar­mik­il og um­deild mál verði tek­in upp á ný á fram­halds­fund­um Alþing­is sem hefjast 2. sept­em­ber næst­kom­andi. Þing­haldið er nýj­ung í störf­um Alþing­is því skv. þing­skap­ar­lög­un­um er nú gert ráð fyr­ir nokkr­um þing­fund­ar­dög­um í sept­em­ber áður en þing­inu sem frestað var í maí, verður form­lega slitið.

Fram­halds­fund­ir Alþing­is hefjast þriðju­dag­inn 2. sept­em­ber og hef­ur nú verið ákveðið að þing­fund­um ljúki tæp­um tveim­ur vik­um síðar eða 12. sept­em­ber. Meðal stærstu frum­varpa af hálfu rík­is­stjórn­ar­inn­ar sem ekki náðust í gegn fyr­ir sum­arið er sjúkra­trygg­inga­frum­varp heil­brigðisráðherra, sem lagt var fram í vor. Stjórn­ar­liðar sem rætt var við virðast á einu máli um að all­ar lík­ur séu á að það verði nú af­greitt sem lög. Frum­varpið beið þriðju umræðu þegar fund­um var frestað í vor. Ásta Möller, formaður heil­brigðis­nefnd­ar, seg­ir stefnt að því að af­greiða frum­varpið. Full samstaða sé milli stjórn­ar­flokk­anna um þetta mál.

Annað stórt mál sem var látið bíða í vor er skipu­lags­frum­varp um­hverf­is­ráðherra, með hinum um­deild­um ákvæðum um lands­skipu­lag. Ekki er út­lit fyr­ir að tak­ist að leysa ágrein­ing um lands­skipu­lagið og ósenni­legt er að tak­ist að af­greiða það nú, skv. heim­ild­um Morg­un­blaðsins. Þá er því ósvarað hvort reynt verður að af­greiða frum­varpið um inn­leiðingu mat­væla­lög­gjaf­ar ESB áður en þing­inu verðurr slitið. Flest­um ber sam­an um að ástandið í efna­hags­mál­um muni setja sterk­an svip á þessa fund­ar­daga Alþing­is. Ganga má út frá því sem vísu að fram fari heit­ar umræður um efna­hags­mál sem efnt verði til af hálfu stjórn­ar­and­stöðunn­ar og að stjórn­ar­and­stæðing­ar muni jafn­framt nota tæki­færið til að beina fjölda fyr­ir­spurna til ráðherra og þing­manna.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert